Færsluflokkur: Bloggar

Taka tvö

Halló allir saman, enn er ég ekki orðin góð í fætinum en bólgan er aðeins að jafna sig held ég en ég geng enn við hækjur því verkurinn er enn það mikill og eymsli, en ég fór aftur til læknis því pensilínið virkaði ekkert og þá var tekið sýni úr bitsárinu og á að heyra eitthvað innan viku með það. Engin virðist gera sér grein fyrir hvaða kvikindi þetta getur verið samkvæmt lýsingu á því svo þetta er allt voða skrýtið. En allavega fékk ég annað pensilin sem læknirinn sagði að væri fljótvirkara og öflugra svo ég vona bara að mér fari að batna.  Verst að ég get ekki huggað mig við það að þetta grói áður en ég gifti mig en ég hugga mig þá bara við það að þetta grær áður en ég skil. he he he.....

Allt gott að frétta annars og allir voða kátir.

 

Bestu kveðjur

Þórunn. 


Pöddur!!!!!!!

Jæja hérna kemur ein færsla og ég veit vel að ég er EKKERT dugleg við þetta! 

En ég má til með að segja ykkur að ég er ofsa pödduhrædd og allt það ætli það hafi ekki verið vegna þess að ég finndi á mér að eitthvað ætti eftir að gerast með mig og pöddurnar enda kom það á daginn að ég var bitinn af einhverju (veit ekki hvaða dýr þetta var) og núna er löppin á mér svo stokkbólgin og illt að ég geng við hækju og er að fara í annað sinn til læknis því pensilínið sem ég fékk virkar ekki á þetta og ég bólgna bara meira og verkurinn eykst og löppin er orðin föl blá og fram í tær. Gráta

En pöddu kvikindið fékk að drepast fyrir þetta!!! 

 

En svo er annað, en hún Eva mín var að missa bróðir sinn í hræðilegu bílslysi ekki nema 21 árs.  Og hún Eva er að fara til Íslands núna á miðvikudaginn til að vera við kistulagningu og jarðarför og ég sendi henni mínar hlýjustu hugsanir og ég vona að hún finni styrkinn sem hún þarfnast á þessum tímum.

Jæja ég ætla að láta þetta duga í bili og ég vona að ég verði duglegri við að skifa hérna inn og segja ykkur eitthvað.

 

Bestu kveðjur Þórunn.

P.s. Set inn myndir bráðum! 


Ferðalagið

Jæja nú skrifa ég eitthvað smá fyrir ykkur sem nenna að lesa þetta, En ég er búin að vera á flakki með Emma og við fórum til Svíþjóðar að heimsækja Hermann bróðir og Ella hinn bróðir Brosandi og þetta var í alla staði frábær ferð. Það sem var gert....jú við fórum á ströndina og í útsýnisferð uppá kletta og farið í bæ sem er einstaklega fallegur en þetta er svona "ríkumannabær" en þarna voru flott hús við sjóin og hellingur af skútum. Báðir brósarnir mínir eiga virkilega falleg heimili og allt voða kósý hjá þeim. Ég og Emmi sváfum í litlum kofa sem er í garðinum hjá Hermanni og það var frábært, en svo var jú auðvitað farið á sjóin í siglingu því Hermann á rosa flotta skútu (fáið bráðum að sjá myndir) fórum á djammið og svona líka og þetta var alveg æði!!!!! Hlæjandi Það er ekki allt búið enn skal ég segja ykkur svo fórum við Elli,Lulla,Kristín og Emmi til Noregs og heimsóttum Evu og hennar familíu sem var sko ekki síðri og fullt gert þar en Elli og fam. Stoppuðu nú ekki lengi þar en voru nú í 2 nætur, við fórum í búðir og á ströndina og að vatninu sem er þarna rétt hjá þeim en aumingja Árni  var að vinna allan tímann svo það var lítið sem hann gat vakað fram eftir með okkur og spila (en Árni minn þú verður bara að vera í fríi næst þegar við komum) !!! Hjá Evu og fam. Er hundur sem heitir Púki og hann er Rottweiler srtákur og er aðeins 7 mánaða en ekkert smá stór og stæðilegur og ég get sagt ykkur það að Max minn er nú bara smá hundur við hliðina á honum Púka hí hí hí, (mig langar að eiga hann) Glottandi en jæja ekki má nú gleyma kisuskottunum sem eru þar líka og þetta eru eintaklega fallegar kisur,svona stórar og mikið loðnar með langt skott veit bara ekki hvaða tegund þær eru, kisustrákurinn er nú fullorðin en kisustelpan er bara lítið skott nokkra vikna :O) 

Á föstudeginum fórum við Eva babe á "djammið" he he he ef djamm skal kalla því við fórum á hótelið þarna í Hokksund og við vorum nú farnar að pæla í því að fara sjálfar á svið og syngja og skemmta liðinu því hann sem var þarna að spila og reyna að syngja var svo steindauður sem mest mátti vera  og skiljanlega var lítið að fólki þarna því fólk var jú að fara út til að " SKEMMTA SÉR"  En hvað um það , Eva mín verður nú bara að fara út á þessa staði í kring og vita hvernig þetta er allt saman og finna góðan stað því það er nú ekkert langt í að maður komi aftur í heimsóknGlottandi

 

En jæja ég má nú til með að skammast aðeins líka og segja ykkur að þau Hrafnhildur og Mummi eru nú bara að fara kveðja mann hérna í Dk. !!! og eru að flytja heim til Íslands og skilja mann hérna eftir og þau skammast sín ekki einsinni fyrir þetta! Lélegt ekki satt því það er jú lágmark að skammast sín fyrir svona lagað. Skömmustulegur En við vitum það nú að þau eiga eftir að sakna okkar svo mikið að þau verða hérna með annan fótinn hí hí hí hí..... 

 

Jæja elskur við heyrumst og sjáumst fljótlega, kossar og knús.

P.S Elli minn það er minnsta mál að fá svona á mbl.is.Glottandi

 

Kveðja Þórunn. 


Strandardagur í dag!

Jæja elskur, í dag var farið á ströndina og sólað sig aðeins og það var klikkaður hiti! En jæja það er nú ekki allt búið enn því hún Pettý frænka mín hringdi í mig í dag og sagði að hún væri á leið til danaveldis í heimsókn og hún ætlar að vera í sumarbústað í Aabenraa og ég bara verð að hitta hana áður en ég fer í ferðalagið til svíþjóðar og noregs ( BARA 6 DAGAR) Hlæjandi 

jæja ég hef nú ekkert meira að segja í bili svo ég sendi bara kossa og knús til ykkar.

 

Kveðja Þórunn. 


Sól og sumarylur!

Í dag er sól og hiti. klukkan er bara rúmlega 11 og hitinn komin í 24 gráður. Svalur

Ég hugsa að það verði lítið um að vera hjá mér í dag því ég ætla nú bara að leggjast út í sólbað og slappa af, það er lítið að frétta svosem en hann Max er að verða flökkufinnur því í gær fór hann á flakk og það var hringt heim og þá var hann í góðu yfirlæti hjá bóndanum hérna rétt hjá og var að skoða hestana hans og landareign, svo núna í dag verður hann bara bundin úti.

Hey já ég gleymdi að segja ykkur að Emmi er búin að láta klippa sig hann er alveg geggjað flottur svona, hann er sem sagt rakaður með 7mm og ég skildi eftir toppinn (sem er orðin soldið síður) svo lætur hann gel í toppinn og greiðir hann með grófri greiðu niður! Hann er ógó töff. Ég fer bráðum að setja inn myndir.

En jæja nú ætla ég að fara koma mér út í góðaveðrið og sleikja sólina.

Kossar og knús kveðja Þórunn. 


ekki langt að bíða

Jæja hvað segiði krúttur? Hérna er allt gott að frétta, var að byrja að rigna núna rétt í þessu sem er svosem alveg ágætt en það er nú pínu mollulegt en svo á morgun og framyfir helgi á svo að vera sól og hiti Svalur.

Ég er að kíkja á netið svona öðru hvoru til að gá hvort hann Einar minn sé á netinu en hann er bara aldrei inná þegar ég kem inná svo ég fer nú bara að hringja í hann blessaðan og tékka hvernig hann hefur það (þó ég viti nú alveg hann hefur það fínt hjá ömmu og afa) Glottandi 

Nú fer að styttast í að ég kíki til útlandana ekki nema 9 dagar og það er pínu erfitt að bíða svona he he he,

Jæja ég veit ekki hvað ég er að gera hérna því ég hef nu bara ekkert að segja svo ég bið bara að heilsa í bili.

 

kveðja Þórunn. 


jæja þá!

Jæja þá er ég komin inná þetta en hún Eva vinkona mín var svo sæt að stofna þetta fyrir mig því hún hafði ekkert að gera ( annað en að tala við mig í símann á meðan) he he he Glottandi enda ekkert skrítið, en jæja hvað um það, ég fer nú bara bráðum að halda í ferðalag og ætla mér að kíkja yfir til Svíþjóðar og Noregs og tek jú Emma með en Einar er á Íslandi núna í heimsókn hjá ömmu sinni og afa og ég vona að hann skemmtir sér konunglega þessi elska en ég sakna hans alveg hræðilega Gráta 

Við Emmi leggjum í'ann þann 22 Júlí og byrjum á því að fara til Svíalands og heimsækjum Ella og Hermann og fjölskyldur þeirra og svo ætlar hún Eva mín að sækja okkur og  förum þá til Norge! vííí.

En þetta verður bara GAMAN.

 

Jæja krúttur ég ætla að láta þetta gott heita í bili og ég bið að heilsa ykkur öllum og þúsund kossar og milljón knús í krús.

Kveðja Þórunn. 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Höfundur

þórunn þorleifsdóttir
þórunn þorleifsdóttir

Ég heiti Þórunn og á heima í Danmörku, ásamt eiginmanni,3 börnum og hundinum Max. Er í fæðingarorlofi þar sem ég er að fara koma með lítið kríli í heiminn þann 30 júlí :O)

Nýjustu myndir

  • júní
  • hmm
  • úff
  • Júní
  • mai

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband