16.2.2007 | 13:47
Valentínusardagur!
Hæ allir ég má til með að skrifa eitthvað hérna bara svona til að sýna smá lit, en einsog hefur kannski komið fram tek ég svona blog tarnir.
Valentínusardagurinn er um garð gengin og við höfum nú aldrei haldið neitt uppá þennan dag, nema hvað.... Steinar minn byrtist heima um klukkan 14 með svona líka fallegan blómvönd og ekki nóg með það var líka pakki inní, og í honum var dásamlegur hringur og hálsfesti!!!! Ég átti nú bara ekki til orð yfir þessu en hann er nú voða duglegur við að koma mér á óvart þessi elska.
Annars er nú lítið að frétta hér, en ég er búin að vera pínu slæm þessa vikuna af þessari ógleði en ég hélt að þetta væri nú að taka enda en svo virðist nú ekki vera, bráðum komin 15 vikur á leið svo þetta hlýtur að fara verða búið. Hermann bróðir minn hringdi jú í mig um daginn og spurði mig að því hvort ég ætlaði ekki að segja honum kynið á barninu þegar þar að kæmi, og sagði nú bara nei við því vegna þess að við ætlum að halda því útaf fyrir okkur, en hann minnti mig nú á það að ég sé krónísk klöguskjóða svo ég gæti nú bara ekkert haldið því leyndu fyrir honum He he he, en ég skal nú bara sýna þér það Hermann minn að ég er engin klöguskjóða!!!!
Jæja krúsirnar mínar ég bið að heilsa ykkur í bili.
Þórunn (Klöguskjóða)
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ofsalega var hann godur vid tig dullan min :)
Vonandi fer ogledin ad batna, gengur ekki svona lengur :)
knus og kossar
Eva
Eva (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.