4.3.2007 | 11:34
Breytt lykilorð!!!
Jæja þá er komið að smá bloggi, en þegar ég ætlaði að logga mig inná komst ég bara alls ekkert inná því það var búið að breyta lykilorðinu mínu í eitthvað rugl!!! Ég er nú bara ekkert ánægð með þetta og vill fá mitt gamla lykilorð aftur takk fyrir!!
En hérna er allt fínt að frétta og allt gengur vel, ég er búin að fara til ljósmóður í skoðun og það var ákveðið að ég yrði tekinn með keisara. Hjartahlóð voru fín og allt í orden með krílið Annars er nú lítið að frétta.. strákarnir eru hressir og gengur vel í skólanum, við fórum á fimmtudaginn í skólann á maskeball með bekknum hans Emma og þar var borðað saman og svo var danskeppni meðal barnana og sumir spiluðu pool á meðan fullorðna fólkið spjallaði saman og þetta var nú bara mjög gaman Síðasta sunnudag var svo öskudags skemmtun hjá Íslendingafélaginu og allir áttu að koma með köku og ég og Daddý komum með köngulóaköku og eina hauskúpu köku sem vakti mikla lukku, kötturinn var sleginn úr tunnuni og það gekk vel að fá nammið flæðandi úr tunnunni
Svo er það bara vinna, vinna og vinna.
Ég bið að heilsa í bili og vona að allir hafi það gott og sleppi öllum veikindum.
Kossar og fullt af knúsi.
Þórunn.
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.