22.3.2007 | 15:34
Blogg!
Jæja ég sé það svosem að ég er ekki sú latasta hérna við að blogga svo ég þarf ekkert að skammast mín En það helsta sem er í fréttum hér að ég er hætt að vinna (síðasti dagurinn var í dag 22 mars) en ég varð að fara í veikindaleyfi vegna þess að ég er með svo frekan læknir. Jæja hvað um það ég hlýt að finna mér eitthvað til dundurs þangað til barnið kemur í heiminn. Hún Joan yfirmanneskja mín ætlar að taka mig með þegar hún fer að snattast fyrir fyrirtækið og svona.
Já svo er hann Max minn komin á námskeið til að læra að vera velþjálfaður voffi og það gekk fínt í fyrsta tímanum og svo er bara að sjá hvað framhaldið verður. Nú fer að koma að því að maður kíki á flug til Íslands og vona bara að ég finni eitthvað gott verð og fái leyfi frá flugfélaginu til að fljúga með þeim svona á mig komin, hehe, Jú jú þeir verða örugglega ekki með leiðindi.
Jæja ég nenni hreint ekki að skrifa meira núna svo ég bið bara að heilsa ykkur í bili.
Kossar og knús til ykkar sem eiga það skilið hí hí hí.
Þórunn.
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.