11.6.2007 | 14:06
9 hvolpa amma!
Komið sæl, ég má til með að segja ykkur að ég er orðin 9 hvolpa amma! Já Max blessaður er orðin pabbi en hefur ekki fengið að hitta afkvæmin sín ennþá því mamman er soldið eigingjörn á molana sína en það kemur að því að hann fái að skoða. Allir hvolparnir eru við hestaheilsu og allir svartir Labradorlubbar einsog báðir foreldrar. Þetta er fyrsta got tíkinnar svo það er heldur óvenjulegt að fá svo marga hvolpa!
Það er pínu erfitt að setja inn myndir núna því talvan er alltaf að slökkva á sér en það er á döfuni að fá nýja tölvu svo ég vona að mér er fyrirgefið ( en ég veit uppá mig skömmina því talvan hefur auðvitað ekki verið svona allann tímann sem ég hef haft þetta blogg)
Ég fór í skoðun til ljósmóður síðasta mánudag og allt leit mjög vel út og krílið dafnar vel og níðist bara á pissublöðruni minni því hún situr núna einsog er og er alltaf með steppdans æfingar blessuð. En auðvitað er henni fyrirgefið því tilhlökkunin er svo rosaleg að fá hana í heiminn að við getum varla beðið hehehe. Við erum búin að kaupa rúm, bílstól og kerru svo nú vantar bara vagn
Þetta var svona það helsta sem var í fréttum í bili svo ég læt þetta bara duga núna og verið dugleg að kvitta og reka á eftir skrifum og svoleiðis.
Med kærlig hilsen fra Danmark Þórunn.
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HÆ HÆ!
Til hamingju með ömmu titilinn. Gott að allt gengur vel með litlu bumbuskvisu.
Hlökkum til að fylgjast með.
Kveðja Lulla og Kristín Björg
Lulla (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 19:34
Hæ hæ!
Hvernig er það á ekkert að fara setja inn blogg eða myndir??
Kveðja af klakanum Lulla og Kristín Björg
Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, 21.6.2007 kl. 12:35
hæ hæ:) gott að allt lítur vel út hjá þér og hlökkum til að fá litla frænku;);) svo bara spurning hvenær við hittum hana hehe
Hófí , Dóri og Daníel Aron (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.