27.6.2007 | 15:29
Keisari ákveðin.
Hæhæ, hér er allt svona meinhæft að frétta. Strákarnir eru að klára síðustu vikuna í skólanum og þeir eru orðnir ansi leiðir á þessum skóla, enda ekkert skrítið því þeir eru látnir sitja inni í öllum tímum og læra, og meira að segja fá þeir enn heimaverkefni! Þetta þykir mér pínu undarlegt svona síðustu daga fyrir skólaslit. Max meiddist eitthvað á auga um síðustu helgi en þetta er allt að gróa og bólgan að fara, en hann var nú pínu undarlegur þarna fyrst og ég hélt að hann hefði misst sjón á auganu, en sem betur fer fór betur en á horfðist og voffi stálhraustur
Ég er orðin þreytt á meðgönguni ef ég á að segja alveg einsog er, enda með mikla grindargliðnun, ofsakláða í fótum og höndum og sef illa ef ég sef eitthvað en ég reyni að hugsa um hvað ég fæ í staðin fyrir þetta allt saman og ég er líka þakklát fyrir að þurfa ekki að ganga með fulla meðgöngu, því ég verð tekin með keisara þann 30 júlí n.k. Og verð þá gengin 37 vikur. Jii hvað mig hlakkar til að fá krílið í heiminn og ég veit að ég á eftir að gleyma allri vanlíðan alveg um leið!!! Á morgun fer ég til Horsens í sjúkraþjálfun og á föstudag til ljósmóður í skoðun, svo það er svosem nóg að gera þessar síðustu vikur.
En ég ætla að láta þetta duga í bili... já hey, talvan mín er í viðgerð og ég á von á henni aftur um helgina og þá væntanlega með netið í lagi svo það fara að koma myndir.
Bið að heilsa í bili .
Kveðja Þórunn 33 v.
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð,
Æðislegt að vita að það sé ða koma lítið kríli í heimin :D
en jámm það er nú bara allt gott að frétta héðan :D
allir hraustir og kátir, og ég er löngu búin í skólanum, skólaslitið var 8 júni, en ég hef samt ekkert verið í skólanum, því að frá 1 júni til 4 júni vorum við á öræfasveit, það var s.s. vorferðin okkar,
svo var bra farið í skólan til þess að fá enkunirnar þann 5. og svo 6. úni, hittumst við öll í njarðvíkursjoppu og það var boðið upp á seinustu ísferðina okkar, svo þann 7. var frí, og svo skólaslitið :D
en svo er ég öruglega að fara að koma til dk :D í águst, þegar pabbi og birgitte fara tilbaka. :b því að ´g þori ekki að fljúga ein,
en ég heyri í ykkur seinna ;)
Bjarndís (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 20:49
Æji krúttið mitt, þetta fer alveg að verða búið. Þú ert svo jákvæð og dugleg! Já það verður yndislegt þegar þú færð litla krúttið í hendurnar, verst að ég verð í öðru landi. *grenj* Sakna þín svo! Svo er ég alltaf að fara á mis við þig á msn, þarf bara að fara að slá á þráðinn til þín. Gengur ekki svona endalaust!
Bið ofsalega vel að heilsa öllum
Kristín (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 23:34
Hey skvís :) Ég verð í DK (Horsens) þann 29 júlí til 3 ágúst. Svo það er nú ekki spurning hvort ég komi í heimsókn að kíkja á ykkur :)
Leiðinlegt að heyra með hann Max, en gott að sjálfsögðu að hann er að jafna sig...!
knús til ykkar frá okkur
Hrafnhildur Ósk (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.