29.6.2007 | 15:01
Jæja já :O)
Hæ hæ, ég fór til ljósu í dag og allt kom vel út og molinn minn hefur það gott í bumbuni síðustu daga er ég búin að vera pínu örg yfir hinu og þessu, (fór kannski ekki fram hjá neinum í síðasta bloggi) en maður verður jú að fá sína slæmu daga líka er það ekki? ;O)
Ég á að koma í óléttu sundæfingar á fimmtudögum í Horsens, og ég held að ég hafi ekkert annað en gott af því og gaman líka Strákarnir eru búnir í skólanum sem betur fer en mér finnst vanta allan metnað í skólann hérna því það er ekki einusinni skólaslit eða neitt!!! Þetta er auðvitað ekki alveg það sem maður á að venjast en mér finnst þetta metnaðarleysi af hálfu skólans. En alla vega er þetta búið núna í bili og þeir eru sko kátir með það gæjarnir.
Jæja ég bið að heilsa í bili og vona að allir hafi það gott.
Kveðja Þórunn.
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ!
Ákvað bara að kvitta í þetta skipti. Það styttist í litla krilið hjá ykkur, Kristín Björg er orðin mjög spennt að litla frænka se bráðum að fara fæðast.
Annars er hún mjög upptekin þessa dagana ýmist yfir því að hjóla,synda eða vera á hestbaki.
Bestu kveðjur til ykkar Lulla og Kristín Björg
Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, 2.7.2007 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.