Í fréttum er þetta helst...

Myndir komnar inn en ég á eftir að taka myndir núna því það er smá breyting á bumbu núna því hún hefur blásið út alveg he he he. Nú talvan og netið er komið í lag hjá mér svo maður ætti að geta sett inn myndir og svoleiðis.

Helgin er búin að vera leiðinleg því ég er búin að liggja á spítala alla helgina, því ég var búin að vera með svo mikinn bjúg og svo á föstudagskvöldið fór ég að missa sjónina og fékk þvílíkan höfuðverk og dofa í andlitið og var voða skrítinn. það kom til mín læknir og skoðaði mig og tók blóðþrýsting sem var soldið hár svo hann hringdi á sjúkrahúsið í Horsens og tilkynnti komu mína því hann vildi að ég yrði rannsökuð betur. Þá kom það í ljós að ég er með hækkaða lifrartölu og lifrin starfar ekki einsog hún á að gera, svo ég fékk sömu einkenni og með meðgöngueitrun. Frown Það verður sem sagt fylgst vel með því þetta er hættulegt krílinu mínu Crying og það verður að taka barnið minnst 14 dögum fyrir áætlaðan fæðingardag.  En þar sem ég er nú þegar ákveðin keisari þá verður barnið tekið fyrr hvort eð er, en svona er þetta bara og það er bara að vona að allt fari vel en ég á ekki von á öðru því það er vel fylgst með hérna og ég á að koma aftur til rannsóknar innan 14 daga frá deginum í dag. Já þessi meðganga ætlar ekki að vara mér auðveld en ég get svo sannarlega sagt mér hvað ég fæ í staðinn og það eru ekki nema 22 dagar í það InLove

En þetta voru helstu fréttir af því sem drifið hefur á daga mína núna og ég ætla að láta þetta duga í bili og safna skemmtilegu í poka til að skrifa um næst Smile

Bið að heilsa og kossar og knús til ykkar.

Kveðja Þórunn og krílið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já agalega leiðinlegt hvað þessi meðganga ætlar að taka á líkamann hjá þér

En sem betur fer, fer þetta bráðum að verða búið og þá verður allt svo dásamlegt Dúllast með litlu prinsessuna og svona

Gaman að geta "hitt" á þig svona oft núna, er hriiiikalega ánægð með batnandi tölvumál

Kristín (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

þórunn þorleifsdóttir
þórunn þorleifsdóttir

Ég heiti Þórunn og á heima í Danmörku, ásamt eiginmanni,3 börnum og hundinum Max. Er í fæðingarorlofi þar sem ég er að fara koma með lítið kríli í heiminn þann 30 júlí :O)

Nýjustu myndir

  • júní
  • hmm
  • úff
  • Júní
  • mai

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband