24.8.2006 | 12:05
Taka tvö
Halló allir saman, enn er ég ekki orðin góð í fætinum en bólgan er aðeins að jafna sig held ég en ég geng enn við hækjur því verkurinn er enn það mikill og eymsli, en ég fór aftur til læknis því pensilínið virkaði ekkert og þá var tekið sýni úr bitsárinu og á að heyra eitthvað innan viku með það. Engin virðist gera sér grein fyrir hvaða kvikindi þetta getur verið samkvæmt lýsingu á því svo þetta er allt voða skrýtið. En allavega fékk ég annað pensilin sem læknirinn sagði að væri fljótvirkara og öflugra svo ég vona bara að mér fari að batna. Verst að ég get ekki huggað mig við það að þetta grói áður en ég gifti mig en ég hugga mig þá bara við það að þetta grær áður en ég skil. he he he.....
Allt gott að frétta annars og allir voða kátir.
Bestu kveðjur
Þórunn.
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.