3.11.2006 | 16:44
Lítill hvolpur
Hæ hæ það er jú komin tími til að skrifa eitthvað hérna en annasr lítið að gerast, nema hvað að það er jú komin lítill hvolpur inná heimilið og það er afkvæmið hans Tryggs sem er íslenskur fjárhundur. Lillan sem heitir Vala er 2ja mánaða hnoðri og er algjört mons! :O) Svo núna erum við með 4 hunda og eina kisu svo ekki nóg með það komu fólk til okkar í mat á sunnudaginn og þau voru með 2 hunda svo það voru 6 hundar hérna hjá okkur og það var jú svoddan upplifun í ekki stærra rými he he he!
Lítið að frétta af öðru nema hvað í síðasta mánuði tók ég aukavinnu á föstudegi og 12 og hálfan tíma á laugardegi.....FRÍTT!!! Eða þeir halda það greinilega því ég fékk ekki krónu fyrir helv..vinnuna!!!!! Svo ég er ekki ánægð með lífið hvað þetta varðar. Þetta er jú virkilega metnaðarleust starf sem ég er í en ég ætlast nú samt til þess að fá borgað fyrir það. Svo þegar maður fer til þeirra er bara enginn við og húsið opið uppá gátt en enga manneskju að sjá. Ekkert smá pirrandi
En það þýðir ekkert að láta reiði mína bitna á ykkur músurnar mínar svo ég bið að heilsa í bili og ég skrifa eitthvað skemmtilegra næst.
Kveðja Þórunn.
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.