Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006
16.7.2006 | 18:56
Strandardagur í dag!
Jæja elskur, í dag var farið á ströndina og sólað sig aðeins og það var klikkaður hiti! En jæja það er nú ekki allt búið enn því hún Pettý frænka mín hringdi í mig í dag og sagði að hún væri á leið til danaveldis í heimsókn og hún ætlar að vera í sumarbústað í Aabenraa og ég bara verð að hitta hana áður en ég fer í ferðalagið til svíþjóðar og noregs ( BARA 6 DAGAR)
jæja ég hef nú ekkert meira að segja í bili svo ég sendi bara kossa og knús til ykkar.
Kveðja Þórunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2006 | 09:25
Sól og sumarylur!
Í dag er sól og hiti. klukkan er bara rúmlega 11 og hitinn komin í 24 gráður.
Ég hugsa að það verði lítið um að vera hjá mér í dag því ég ætla nú bara að leggjast út í sólbað og slappa af, það er lítið að frétta svosem en hann Max er að verða flökkufinnur því í gær fór hann á flakk og það var hringt heim og þá var hann í góðu yfirlæti hjá bóndanum hérna rétt hjá og var að skoða hestana hans og landareign, svo núna í dag verður hann bara bundin úti.
Hey já ég gleymdi að segja ykkur að Emmi er búin að láta klippa sig hann er alveg geggjað flottur svona, hann er sem sagt rakaður með 7mm og ég skildi eftir toppinn (sem er orðin soldið síður) svo lætur hann gel í toppinn og greiðir hann með grófri greiðu niður! Hann er ógó töff. Ég fer bráðum að setja inn myndir.
En jæja nú ætla ég að fara koma mér út í góðaveðrið og sleikja sólina.
Kossar og knús kveðja Þórunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2006 | 15:25
ekki langt að bíða
Jæja hvað segiði krúttur? Hérna er allt gott að frétta, var að byrja að rigna núna rétt í þessu sem er svosem alveg ágætt en það er nú pínu mollulegt en svo á morgun og framyfir helgi á svo að vera sól og hiti .
Ég er að kíkja á netið svona öðru hvoru til að gá hvort hann Einar minn sé á netinu en hann er bara aldrei inná þegar ég kem inná svo ég fer nú bara að hringja í hann blessaðan og tékka hvernig hann hefur það (þó ég viti nú alveg hann hefur það fínt hjá ömmu og afa)
Nú fer að styttast í að ég kíki til útlandana ekki nema 9 dagar og það er pínu erfitt að bíða svona he he he,
Jæja ég veit ekki hvað ég er að gera hérna því ég hef nu bara ekkert að segja svo ég bið bara að heilsa í bili.
kveðja Þórunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2006 | 19:55
jæja þá!
Jæja þá er ég komin inná þetta en hún Eva vinkona mín var svo sæt að stofna þetta fyrir mig því hún hafði ekkert að gera ( annað en að tala við mig í símann á meðan) he he he enda ekkert skrítið, en jæja hvað um það, ég fer nú bara bráðum að halda í ferðalag og ætla mér að kíkja yfir til Svíþjóðar og Noregs og tek jú Emma með en Einar er á Íslandi núna í heimsókn hjá ömmu sinni og afa og ég vona að hann skemmtir sér konunglega þessi elska en ég sakna hans alveg hræðilega
Við Emmi leggjum í'ann þann 22 Júlí og byrjum á því að fara til Svíalands og heimsækjum Ella og Hermann og fjölskyldur þeirra og svo ætlar hún Eva mín að sækja okkur og förum þá til Norge! vííí.
En þetta verður bara GAMAN.
Jæja krúttur ég ætla að láta þetta gott heita í bili og ég bið að heilsa ykkur öllum og þúsund kossar og milljón knús í krús.
Kveðja Þórunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2006 | 16:27
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar