Bloggfærslur mánaðarins, september 2006
18.9.2006 | 12:18
17 Sept. ´76 - 17 Sept.´06.
Já gott fólk nú er stelpan orðin 30 ára!
Þau komu til mín hann pabbi minn og Guðný og Elli brósi minn og Lulla með Kristínu Björg. Og það var ekkert smá frábært og ég get sagt það án þess að ljúga nokkru að þetta var það besta afmæli sem ég hef haldið uppá! Þau komu um miðnætti á föstudaginn og þá var smá kjaftað og hafg huggó og á laugardaginn fórum við í Bilka að versla og svo var farið heim til að grilla og klára skreyta salinn. svo þegar allt var tilbúið borðuðum við þessa líka dýrindis máltíð og drukkið rauðvín með, ég fékk margar góðar gjafir og ég þakka kærlega fyrir mig. Eftir að við vorum búin að borða og skála pínu var bara sett góð tónlist á fjörið startaði með stæl og djammað fram til klukkan 6 um morguninn :O)
En auðvitað vantaði hana Evu mína í fjörið en henni er alveg fyrirgefið.
jæja ég bið að heilsa í bili.
Kveðja Þóunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2006 | 13:59
Verð yngri með hverju árinu sem líður!!!! :O)
Jæja þið og allir hinir.
Á sunnudaginn verður stelpan bara orðin þrítug og alltaf jafn ung ef ekki bara yngri svei mér þá he he he.
En haldiði ekki bara að hann Pabbi minn og Guðný og Elli, Lulla og Kristín Björg ætli ekki bara að koma til mín í tilefni dagsins og verða hjá mér um helgina og mig hlakkar ekkert smá til að hitta þau öll sömul En hún Eva getur því miður ekki komið núna enda er það nú mj0g skiljanlegt því hún varð að fara til íslands í miður skemmtilegum erindagjörðum um daginn, já og var að kaupa sér hús í Norge!!!! :O)
En ég veit vel að hún verður hjá mér í huganum á sunnudaginn þessi elska.
En jæja ég hreinlega nenni ekki að skrifa meira í bili svo ég bið að heilsa öllum.
Kossar og knús kveðja Þórunn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2006 | 13:04
Fyrsta brúðkaupsafmælið! :O)
Hæ hæ allir saman, í dag eigum við Steinar minn 1 árs brúðkaupsafmæli og það er soldið skrýtið að hugsa til þess að ég sé búin að vera gift í eitt ár því mér finnst svo stutt síðan að ég var að deyja úr stressi og laf hrædd um að ég myndi detta á leið inn kirkjugólfið he he he
Í dag hugsar maður til þess þegar hún Eva mín birtist í blómabúðinni hjá mömmu sinni og sat þar þegar hún Inga kallaði mig til sín og skoða blómin sem hún var búin að setja saman í vönd og ég auðvitað fór til hennar og situr hún Eva ekki þar bara í mestu makindum og tilbúin í brúðkaupið (hún býr í Noregi og sagðist ekki komast í brúðkaupið) en viðbrögðin voru þau að ég grét og grét og ætlaði nú bara ekki að ná mér! :O) Ekki að ástæðulausu sem manni þykir vænt um hana þessa elsku!!!
jæja elskurnar mínar. Já og Steinar minn til hamingju með daginn ástin mín og ég er viss um að við eigum eftir að eiga mörg mörg frábær ár saman.
Ég elska þig.
Kveðja Þórunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar