Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
31.1.2007 | 12:44
Ísland - Danmörk
Jæja þá er leikurinn yfirstaðinn og það var klikkuð spenna í lok seinni hálfleiks, en ég verð að segja að það var áfall að tapa fyrir þeim þó það hafi ekki munað nema 1 marki, en málið er það að danir voru bara með svo miklar yfirlýsingar fyrir leik og sögðu að það væri nú bara formsatriði að klára Íslendingana og að þeir væru nú komnir áfram eftir þann leik! Þetta fer alveg svakalega í taugarnar á mér þó að ég viti að það þýðir ekkert, en hinsvegar þótti mér gaman að því hvað þetta var erfitt fyrir þá að "klára íslendingana" og á vissum tímapunkti voru þeir orðnir ansi pirraðir og alveg drullu hræddir um að tapa þessu og yfir því get ég brosað pínu. En það er ekki hægt að segja annað að okkar mönnum hafi gengið mjög vel í þessari keppni og aldrei komist eins langt á HM. Svo þeir eiga jú auðvitað hrós skilið og ég er ánægð með þá, þó daninn sé alveg óþolandi núna og verða næstu daga útaf gorti en málið er bara heppni og ekkert annað vegna klúðursins á síðasta markatilraun íslendinga í leiknum þegar bolta kvikindið hitti stöng og danir komust yfir á síðustu sek. Svo það er varla að þeir geta montað svona svakalega einsog þeir gera þó þeir spiluðu jú sterkann leik.
Med venlig hilsen fra DK. Þórunn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2007 | 12:43
Lukkudýr eða hvað.... :)
Jú ég má til með að segja ykkur að ég fór á laugardaginn til Þýskalands til að horfa á Ísland, Slóvenía og þetta var ekkert smá gaman að upplifa þetta og að keyra í 6 tíma aðra leið var sko alveg þess virði því við unnum jú leikinn og þvílík stemmning sem var þarna!!!! Svo var nú ekki verra að hitta frænda sem kom alla leið frá Íslandi til að horfa á. BARA GAMAN!!
Það var spurt á gestabókini undir einhverju leyni, hvernig það væri hvort ég ætlaði ekki að sýna myndir að prinsunum mínum en jú það kemur að því að myndir koma á bloggið en málið er það bara að ég er ekki að skrifa á mína tölvu og er því ekki með myndir í þessari tölvu og nenni ekki að standa í því að setja þær inn í þessa heldur ætla ég að bíða þar til ég fæ mína tölvu í lag til að setja inn myndir. Svo þarna hefuru það.
Kveðja Þórunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2007 | 10:11
Ok ég skal þá blogga smá
En þetta verður bara lítið blog því ég hef nákvæmlega ekkert að segja og sagt er um eina mæta mey....
" Oft hefur hin mæta mey,
mörgu frá að segja,
en þegar orðin þéna ei,
þá er best að þegja. "
Þetta er jú að mörgu leiti rétt í mínu tilfelli hehehehehehehe.
En hvað um það, jú síðasta blog færsla er svo gömul að það fer að slá í hana, en jú svo bráðum hef ég nú smá fréttir að færa (vonandi) svo þið bíðið bara róleg krakkar mínir.
Það getur nú bara verið að við fjölskyldan skellum okkur til Svíþjóðar í febrúar því hún Lulla okkar verður gömul þann 18 febrúar ( 30 ÁRA ) úff ekki öfunda ég hana að því! he he he
jæja þar sem mér finnst ekkert gaman að lesa langar (mjög langar ) blog færslur ætla ég að láta þetta duga í bili.
Bið að heilsa öllum og kossar og knús í krús.
Þórunn 10.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar