Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
16.2.2007 | 13:47
Valentínusardagur!
Hæ allir ég má til með að skrifa eitthvað hérna bara svona til að sýna smá lit, en einsog hefur kannski komið fram tek ég svona blog tarnir.
Valentínusardagurinn er um garð gengin og við höfum nú aldrei haldið neitt uppá þennan dag, nema hvað.... Steinar minn byrtist heima um klukkan 14 með svona líka fallegan blómvönd og ekki nóg með það var líka pakki inní, og í honum var dásamlegur hringur og hálsfesti!!!! Ég átti nú bara ekki til orð yfir þessu en hann er nú voða duglegur við að koma mér á óvart þessi elska.
Annars er nú lítið að frétta hér, en ég er búin að vera pínu slæm þessa vikuna af þessari ógleði en ég hélt að þetta væri nú að taka enda en svo virðist nú ekki vera, bráðum komin 15 vikur á leið svo þetta hlýtur að fara verða búið. Hermann bróðir minn hringdi jú í mig um daginn og spurði mig að því hvort ég ætlaði ekki að segja honum kynið á barninu þegar þar að kæmi, og sagði nú bara nei við því vegna þess að við ætlum að halda því útaf fyrir okkur, en hann minnti mig nú á það að ég sé krónísk klöguskjóða svo ég gæti nú bara ekkert haldið því leyndu fyrir honum He he he, en ég skal nú bara sýna þér það Hermann minn að ég er engin klöguskjóða!!!!
Jæja krúsirnar mínar ég bið að heilsa ykkur í bili.
Þórunn (Klöguskjóða)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2007 | 16:27
Búin í sónar :)
Jæja þá er fyrsti sónarinn búin og allt gekk vel og ég er komin pínu lengra en talið var í fyrstu, en núna er ég komin 13 vikur og 3 daga, en ég hélt að ég væri komin 13 vikur á morgun laugardag. Hnakkaþykktarmælingin gekk vel og líkurnar á að eitthvað sé að eru 1 á móti 12 þúsund og eitthvað svo þetta verður heilbrigt krílapons. Nú og svo fór ég í Bilka í gær og keypti mér bumbuföt. s.s. Tvenna boli og einar buxur og svona þykkar sokkabuxur en ég get verið í bolnum og bara sokkabuxum því bolurinn er það síður og ekkert smá flottur. OK ég veð að fara koma inn myndum hérna inn svo það hlýtur að fara koma að því hí hí hí.
Einar Ágúst fór í klippingu í dag og hann er rosa flottur töffari og Emmi vildi að ég klippti hann svo hann fékk líka flotta klippingu og þvílíkur munur að sjá pjakkana, það sést í andlitið á þeim núna og OMG! Þeir eru sko sætastir. En núna er komið vetrarfrí í skólanum svo þeir verða heima alla næstu viku og þeim finnst það sko ekkert leiðinlegt!
Jæja molar ég bið að heilsa í bili og gangið hægt um gleðinar dyr og góða helgi.
Med venlig hilsen, Þórunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2007 | 14:31
Á ekki að vera hægt...
að tengja myndavelina beint inná tölvuna og setja þannig þær myndir beint inná bloggið sem mann langar til að setja inn? Ég meina án þess að tæma hana inná tölvuna. Þetta er nebbla ekki mín talva og ég nenni ekki að vera standa í því að losa hana hérna og þurfa svo að eyða því aftur, ok ég vona bara að þið skiljið hvað ég er að meina hérna því ég er alveg orðin rugluð í þessu hehehe...
En allt gott að frétta Einar greyið fór ekki í skólann í dag því hann var svo mikið vakandi í nótt því hann var með verki í eyranu (hefur ekki komið fyrir í mörg ár) en núna er hann alveg orðin góður svo ég veit bara satt að segja ekki hvað þetta getur hafa verið! Emmi er alltaf hress og allt gengur vel með þá báða í skólanum, enda alveg fullkomnir drengir (mont, mont)
Svo er það fyrsti sónarinn á föstudaginn og mikið hlakka ég til að sjá monsann. Það er rosalega skrýtin tilfinning að fara ganga í gegnum þetta allt aftur og byrja alveg frá grunni, en svona er bara lífið og það er bara gaman að því
Jæja ég hreinlega nenni ekki að skrifa meira núna og bið bara að heilsa ykkur í bili.
Kveðja Þórunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2007 | 13:23
12 vikur!!!!
Jæja komin tími á blog. Það hefur lítið gerst hérna því ég hef bara verið heima í rúmar 2 vikur (í veikindafríi) Vegna mikillar ógleði sem fylgir litla krílinu sem býr í bumbuni minni núna og hefur búið þar núna í rúmar 12 vikur En hún/hann ætlar ekki að gera mér þetta auðvelt fyrir því ég hef haft ógleði í 24 tíma á sólarhring og búin að léttast soldið mikið sem doksinn minn er ekki mikið ánægð með, en þetta er nú allt að koma til og vonandi að hún/hann verði nú bara til friðs það sem eftir er af bakstrinum En það er mikil tilhlökkun í okkur öllum og ekki síst strákunum sem vilja fá litla systir til að hnoðast með og dekra og passa uppá alla hennar tíð.( Og henda út stráknum sem hún kemur til með að hitta. Ef ég þekki þetta rétt af eigin reynlsu verður þetta alveg óþolandi fyrir hana ( Elli elsku brósi minn taktu þetta til þín!! ) HEHEHE. En jæja svona er þetta nú bara og við vonum bara það besta. Ég á að koma í sónar núna á föstudaginn næsta og þá fer ég í hnakkaþykktarmælingu og við fáum að sjá hnoðran/n í fyrsta sinn EKKERT NEMA SPENNANDI!
Það er lítið annað að frétta í bili og ég leyfi ykkur að fylgjast með gangi mála.
Ástar kveðjur Þórunn 12.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar