Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
22.3.2007 | 15:34
Blogg!
Jæja ég sé það svosem að ég er ekki sú latasta hérna við að blogga svo ég þarf ekkert að skammast mín En það helsta sem er í fréttum hér að ég er hætt að vinna (síðasti dagurinn var í dag 22 mars) en ég varð að fara í veikindaleyfi vegna þess að ég er með svo frekan læknir. Jæja hvað um það ég hlýt að finna mér eitthvað til dundurs þangað til barnið kemur í heiminn. Hún Joan yfirmanneskja mín ætlar að taka mig með þegar hún fer að snattast fyrir fyrirtækið og svona.
Já svo er hann Max minn komin á námskeið til að læra að vera velþjálfaður voffi og það gekk fínt í fyrsta tímanum og svo er bara að sjá hvað framhaldið verður. Nú fer að koma að því að maður kíki á flug til Íslands og vona bara að ég finni eitthvað gott verð og fái leyfi frá flugfélaginu til að fljúga með þeim svona á mig komin, hehe, Jú jú þeir verða örugglega ekki með leiðindi.
Jæja ég nenni hreint ekki að skrifa meira núna svo ég bið bara að heilsa ykkur í bili.
Kossar og knús til ykkar sem eiga það skilið hí hí hí.
Þórunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2007 | 15:10
Blogg, blogg,blogg
Hæ hæ, jú það er víst komin tími á að skrifa eitthvað hérna þó það sé nú lítið að frétta svosem... Jú það getur bara alveg vel verið að maður kíki heim til Íslands í vor og það verður bara gaman :O) Ég tek mér sumarfrí 1 mai og ég er ekki alveg klár hvað ég verð lengi í fríi en það kemur bara í ljós.
Meðgangan gengur svona ágætlega en þó komin með grindargliðnun og ég er ekkert mjög hamingjusöm með það, en ég var nú svona að vona að 10 ár væri nógu langur tími til að lækna þetta eftir síðast en það virðist ekki vera svo gott, en læknirinn minn vill bara að ég hætti að vinna núna og taki því bara rólega það sem eftir er af meðgönguni en mér finnst það bara of snemmt að fara hanga heima yfir engu og alveg nokkrir mánuðir eftir, þetta er jú öðruvísi þegar maður er komin með lítið pons til að hugsa um og svona en jú jú ég verð að fara hugsa minn gang og aldrei að vita hvað maður gerir.
Strákarnir hafa það gott og þeir auðvitað alltaf hressir og aldrei veikir eða neitt svoleiðis enda fílhraustir einstaklingar og þeim gengur mjög vel í skólanum. Þeir eru auðvitað einsog bræður eru yfirleitt...slást og rífast einsog þeir fái vasapening fyrir það he he he, en það væri nú munur ef þeir væru nú jafn duglegir að taka til í herberginu sínu en sá draumur rætist líklega aldrei svo það er eins gott að fara dreyma um eitthvað annað en það
Jæja ég hef þetta ekki lengra í bili og ég bið að heilsa ykkur
Kveðja þórunn bumbs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2007 | 11:34
Breytt lykilorð!!!
Jæja þá er komið að smá bloggi, en þegar ég ætlaði að logga mig inná komst ég bara alls ekkert inná því það var búið að breyta lykilorðinu mínu í eitthvað rugl!!! Ég er nú bara ekkert ánægð með þetta og vill fá mitt gamla lykilorð aftur takk fyrir!!
En hérna er allt fínt að frétta og allt gengur vel, ég er búin að fara til ljósmóður í skoðun og það var ákveðið að ég yrði tekinn með keisara. Hjartahlóð voru fín og allt í orden með krílið Annars er nú lítið að frétta.. strákarnir eru hressir og gengur vel í skólanum, við fórum á fimmtudaginn í skólann á maskeball með bekknum hans Emma og þar var borðað saman og svo var danskeppni meðal barnana og sumir spiluðu pool á meðan fullorðna fólkið spjallaði saman og þetta var nú bara mjög gaman Síðasta sunnudag var svo öskudags skemmtun hjá Íslendingafélaginu og allir áttu að koma með köku og ég og Daddý komum með köngulóaköku og eina hauskúpu köku sem vakti mikla lukku, kötturinn var sleginn úr tunnuni og það gekk vel að fá nammið flæðandi úr tunnunni
Svo er það bara vinna, vinna og vinna.
Ég bið að heilsa í bili og vona að allir hafi það gott og sleppi öllum veikindum.
Kossar og fullt af knúsi.
Þórunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar