Á ekki að vera hægt...

að tengja myndavelina beint inná tölvuna og setja þannig þær myndir beint inná bloggið sem mann langar til að setja inn? Ég meina án þess að tæma hana inná tölvuna. Þetta er nebbla ekki mín talva og ég nenni ekki að vera standa í því að losa hana hérna og þurfa svo að eyða því aftur, ok ég vona bara að þið skiljið hvað ég er að meina hérna því ég er alveg orðin rugluð í þessu hehehe...

En allt gott að frétta Einar greyið fór ekki í skólann í dag því hann var svo mikið vakandi í nótt því hann var með verki í eyranu (hefur ekki komið fyrir í mörg ár) en núna er hann alveg orðin góður svo ég veit bara satt að segja ekki hvað þetta getur hafa verið! Emmi er alltaf hress og allt gengur vel með þá báða í skólanum, enda alveg fullkomnir drengir (mont, mont) Whistling 

Svo er það fyrsti sónarinn á föstudaginn og mikið hlakka ég til að sjá monsann. Það er rosalega skrýtin tilfinning að fara ganga í gegnum þetta allt aftur og byrja alveg frá grunni, en svona er bara lífið og það er bara gaman að því Smile 

Jæja ég hreinlega nenni ekki að skrifa meira núna og bið bara að heilsa ykkur í bili.

Kveðja Þórunn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir

Halló!

Þetta líkar mér bara búin að blogga og alles og kvitta hja mér, gaman að það séu skolafurðufuglar í Baunlandi líka.  Gangi ykkur vel á föstuddaginn og hlakka til að fá fréttir.  Veit ekki alveg með myndirnar, geturu ekki bara sett þær á disk eða??

 Kveðja Lulla

Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, 7.2.2007 kl. 15:59

2 identicon

Hjallóóskalló...!

Heyrðu ef þú festir myndirnar á síðunni... (setur þær ekki inn annars staðar og svo link yfir) þá ætti þetta alveg að ganga sko ;)

Stundum leyfa síðurnar manni ekki að gera þetta... stundum er það hægt.
Ef ekki.. þá er bara spurning að setja þær inn í tölvuna... henda þeim inn á síðuna... og henda þeim svo úr tölvunni aftur :) kleine problem..!

En hey vá... til lukku bumbukrútt :D *knúsíklessutilykkarallra* :)

Hafið það sem allra allra allra best og gangi þér/ykkur vel á föstudaginn.. verður spennandi að fá að fylgjast með :)

Spæjó....

Hrafnhildur.... sem er alein heima með börnin því kagglinn skrapp til DK án mín!! *fnusss* :)

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

þórunn þorleifsdóttir
þórunn þorleifsdóttir

Ég heiti Þórunn og á heima í Danmörku, ásamt eiginmanni,3 börnum og hundinum Max. Er í fæðingarorlofi þar sem ég er að fara koma með lítið kríli í heiminn þann 30 júlí :O)

Nýjustu myndir

  • júní
  • hmm
  • úff
  • Júní
  • mai

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband