Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Jæja

Er þá ekki bara komin tími á að skrifa eitthvað hérna? 

Fór í vinnuna í gær eins og alla hina dagana og fór í skólann í gær einsog alltaf á mánudögum og miðvikudögum. Fór í vinnuna í dag og fer aftur í vinnuna á morgun.  Alltaf þegar ég er búin í vinnuni þá kem ég heim og verð heima þangað til ég þarf að fara sækja strákana í skólann og kem svo heim og fer svo og sæki Steinar í vinnuna og kem svo heim og verð heima þar til morguninn eftir og þá fer ég í vinnuna!!! SPENNANDI EKKI SATT??????

Vegna fjölda áskorana er ég bara dugleg að skrifa hérna, en svona gengur lífið fyrir sig hjá mér! Svo er það eitthvað skrýtið að ég sé ekki að skrifa mikið? Ég meina kommon það er ekki eins og það sé gaman að setjast fyrir framan tölvuna með bjór og sígó og lesa þetta er það? Ullandi

He he he en góða skemmtun samt sem áður elskurnar mínar!

 Kveðja Þórunn no life. Svalur


Haldið ekki...........

Jú stelpan fór í skólann í gær og kjaftaði og kjaftaði því við vorum þrjú sem áttum að einbeita okkur að því að tala og segja frá ( hmmm hljómar einsog ég sé málhölt) en svo er nú ekki í þessu tilviki. Þið sem ekki vitið er ég í tungumálaskóla og er að bögglast við þetta leiðinlega tungumál DÖNSKU. En haldið ekki að stelpan hafi klárað sig nokkuð vel og kennarinn sagði að hún þyrfti nú ekkert að skrifa athugasemdir við mig því ég tala nú bara góða dönsku Svalur (oj þetta er ekkert annað en mont ) en jæja það verður bara að hafa sig. Svo í dag er ég búin að vera á fullu hjá allskonar læknum, Hjúkku,lækni,og tannlækni, og hef ekki notað eitt orð í ensku í dag!! Jú þetta eru sko framför því ég er ekki týpan í það að tala bara og tala svona tungumál einfaldlega útaf feimni, ég vil vera viss um að geta hlutina áður en ég geri nokkuð. DUGLEG STELPA... gefum henni bara gott klapp Glottandi (klapp,klapp,klapp) 

 

Skrifa meira seinna þegar ég nenni og ekkert fyrr.

Gúdd bæ.

Þórunn. 


Bæn hundsins!

Ég lifi varla lengur en 15 ár.

Mér líður illa án þín, hugleiddu það áður en þú tekur mig að þér.  Gefðu mér tíma og svigrúm til að skilja til hvers þú ætlast af mér. Hrós þitt og umbun er sem sólargeisli, refsing er þungur dómur. Reiðstu ekki sakleysi mínu, ég vil þér vel. Þú átt þína atvinnu, þína vini og þínar ánægjustundir, ég á aðeins þig. Talaðu við mig, enda þótt ég skilji ekki mál þitt þá skil ég tón raddar þinnar. Augu mín og látbragð eru mín orð. Áður en þú slærð mig bið ég þig að muna að með beittum tönnum mínum get ég kramið hönd þína, en ég mun aldrei beita þig ofbeldi. Ef þér finnst ég leiðinlegur vegna annríkis þíns mundu þá að stundum líður mér illa og verð pirraður t.d. í sólarhita. Annastu mig þegar ég verð gamall. Án þín er ég hjálparvana. Deildu með mér gleði þinni og sorgum. Veittu mér hlutdeild í lífi þínu, því ég elska þig!!


Ekki einusinni í sveitini......

Nú er ég svo aldeilisbit! það er ekki einusinni hérna í sveitini sem maður má hafa hunda án þess að einhver sé að skipta sér af því hvenar þeir hreifa sig og hvenar ekki  PIIIIIIRRRRR!!!!!!!!!!! Ég þoli ekki fólk sem getur verið að skipta sér af  öllu og öllum í kringum sig og hana nú. Sko þannig er mál með vexti að Einar fór út með Max í dag og var með hann í ól en það vildi svo til að hann smokraði sér úr ólini og Einar greyið stóð bara með bandið hans og hálsólina, en það vildi svo til að hann fór ekkert í burtu og var bara hérna fyrir utan og var  að snusa eitthvað útí loftið þagar helv...............nágranninn kemur brunandi niðureftir og hellir sér yfir Daddý (ég var í vinnunni) og segir að ef hann sjái hundana aftur lausa þá skal hann sko hringja á lögregluna! Ég meina komm on maður, hundurinn var ekki einusinni á akrinum hans. en hvða með það hann er keyrandi hérna á akrinum á stórum traktor og berandi svínaskít á þetta lon og don og svo eru moldvörpur á milljón að poppa upp þarna og hann er að rífa kjaft útaf hundum sem ekki einusinni fara á hans svæði!! Ég meina hvað í helvítinu er að fólki?? Djööö......... er ég pirruð! svo er maður ælandi útaf þessari helvítis svínaskítalykt sem hann er berandi hérna villivekk.

 PIRRR OG HANA NÚ! 

Kveðja Þórunn.Öskrandi


skrifi skrif.

Jæja  hérna kemur smá því ég var jú farin að skammast mín. En hins vegar gerist aldrei neitt fréttnæmt hjá manni og ég veit ekkert um hvað ég á að skrifa.

Í gær var ég að vinna í einhverju fyrirtæki hérna í bænum og ég græddi þar 12 og hálfan tíma í yfirvinnu  sem er ekki slæmt ogsvo á föstudaginn var ég að vinna 9 tímana og græði þar líka 1 og hálfan tíma í yfirvinnu :O) og nú er bara að vona að maður fái einhvað meira að gera svo ég fái meira af þessum peningum sem allir eru ða tala um í dag!!

 En hérna er allt ágætt að frétta og allir eru hressir og auðvitað hraustir einsog venjulega á þessum bæ.Steinar fer bráðum að vinna aukavinnu í Aabenraa sem er um ca. klukkutíma héðan, hann er að fara smíða hjá íslenskum manni að nafni Kristján sem er að fara opna gistiheimili. Þar verður hann væntanlega allar helgar svo það verður lítið af honum að segja á næstunni.

Núna fer jólaföndrið að byrja og hlakka mikið til þess því það er svo gaman :O) Svo ef einhverjir eru með óskir um eitthvað í sambandi við föndur þá endilega látið mig vita því það er svo mest spennó!!

jæja er þetta ekki nóg í bili? Ég bið bara að heilsa öllum og þúsund kossar og knús sem eiga það skilið  :O)  

Kveðja Þórunn. 


Höfundur

þórunn þorleifsdóttir
þórunn þorleifsdóttir

Ég heiti Þórunn og á heima í Danmörku, ásamt eiginmanni,3 börnum og hundinum Max. Er í fæðingarorlofi þar sem ég er að fara koma með lítið kríli í heiminn þann 30 júlí :O)

Nýjustu myndir

  • júní
  • hmm
  • úff
  • Júní
  • mai

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband