Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Talarðu þitt tungumál ertu rekinn!!!

Hversu langt á að ganga?? Það er maður með mér í bekk sem er frá Kúrdistan, og á miðvikudaginn kemur hann pínu seint í tíma sem var bara allt í lagi en hann leit út fyrir það að vera soldið dapur og þegar kennarinn spurði hann að því hvort hann vildi deila því með okkur hvað væri að angra hann sagði hann einfaldlega já. Þannig var að hann er að vinna í verksmiðju í Vejle og með honum er annar maður frá einhverju landi (en þeir tala sama tungumálið) s.s. Arabísku. Og þeir tala dönsku sín á milli í vinnuni en í pásum tala þeir saman á arabísku (auðvitað mikið auðveldara fyrir þá ) það var þarna stelpa sem kvartaði mikið útaf þessu að þeir skulu tala sitt tungumál og það endaði með því að hann var rekinn úr vinnunni!!! Í fyrir það að tala sitt tungumál í pásum og í öðru lagi fyrir það að neita því að borga yfirmanninum pening fyrir hvert orð sem hann talaði á sínu tungumáli!!! Nú spyr ég hversu langt getur fólk gengið? ég meina þegar fólk er í pásum má það gera það sem því hentar því að þetta er jú manns frítími og engum kemur það við hvað við gerum í okkar frítíma!! Þessi maður er mjög indæll og almennilegur og er svo yfirsig ástfangin af unnustu sinni og hlakkaði mikið til að byðja hennar og vonast eftir fullu húsi af börnum og dýrum, en einsog hann sagði þá verður það að bíða um stund því hann ætlar ekki að bjóða henni uppá það að eiga ekki peninga fyrir einu eða neinu, því það er ekki auðvelt fyrir fólk frá þessum löndum að fá vinnu. Ég er bara virkilega gáttuð á þessu!

Kveðja Þórunn. 


bloggið...

Já ég veit eiginlega ekki til hvers ég er að hafa þetta blog maður hefur nákvæmlega ekkert að segja og ekkert til að lesa hérna inni (væntanlega) 

Jú ég get svosem sagt ykkur frá því að það gerðist í Brasilíu að köttur eignaðist 3 kettlinga.....og 3 hvolpa! já ég sagði HVOLPA. Allir kettlingarnir létust strax en hvolparnir eru við hestaheilsu! Þannig var að nágrannahundurinn kíkti í heimsókn til kisu og varð eitthvað ástfanginn greyið InLovesvo þetta kom útúr því (einsog gengur og gerist) en svona lagað á bara ekki að vera hægt því hundur og kisa eru svo gjörólíkar dyrategundir og þetta er eina tilfellið sem vitað er um. Ég veit ekki betur en voffi og mjási eru ennþá kærustupar og ég vona að þau lifi hamingjusöm til æviloka! Nú er bara að vona að hann Gulli okkar haldi sig frá Völu þegar hún verður eldri! Whistling

Jæja annars er allt gott að frétta hérna og þið sem ég hringi aldrei í sorrý sorrý Blushbara hreinlega löt við þetta  og hef ekkert að segja og nenni ekki að tala um ekkert!

Bið að heilsa kossar og knús.

Þórunn. 


Skíta vinna og meira skíta vinnustaður!!

Það er nú meira hvað daninn er ruglaður!!! Ég er búin að vera taka að mér aukavinnu og einn laugardaginn vann ég skítavinnu í 12 og hálfan tíma og jú jú ég var auðvitað ánægð með að ég hafi gert þetta til að fá svo góðan pening fyrir þetta ofaná launin mín og auðvitað allur dagurinn í yfirvinnu, en svo kemur nú launaseðill fyrir síðasta mánuð og NEI TAKK ekki króna í yfirvinnu þannig að ég taldi mig nú ekki vera að  fá þetta borgað svo ég hef samband og bla bla bla, jú viðbrögðin voru skjót og það var komið til mín í vinnuna með afrit af launaseðlinum og sagt að ég fékk þetta víst borgað!! "NÚ OG HVAÐ ER YFIRVINNANN ÞÁ SKRÁÐ Á LAUNASEÐILINN??" JA SKO VIÐ BORGUM ENGA YFIRVINNU Í ÞESSU FYRIRTÆKI!!!!!!!!!!!! HA???? heyrist þá í mér einsog gefur að skilja "ertu að segja mér að ég var að vinna allan þennan tíma á laugardegi fyrir venjulegt dagvinnukaup" ?    "já" 

"og ertu ekki til í taka að þér annað fyrirtæki sem eru líka 6 tímar?"  Veistu það Kirupa að þú þarft að vera heiladauður til að halda það að ég ætli að fara vinna 12 tíma á dag fyrir dagvinnutíma kaup!!!!  Þar sem ég er ekki fædd í gær þá skaltu ekki voga þér að hringja í mig ef þig vantar í afleysingar ef það eru veikindi!

Djöfullinn hafi það, hvað er að þessu fólki? Bara spyr.

Venlig hilsen Þórunn. 


Lítill hvolpur

Hæ hæ það er jú komin tími til að skrifa eitthvað hérna en annasr lítið að gerast, nema hvað að það er jú komin lítill hvolpur inná heimilið og það er afkvæmið hans Tryggs sem er íslenskur fjárhundur. Lillan sem heitir Vala er 2ja mánaða hnoðri og er algjört mons! :O) Svo núna erum við með 4 hunda og eina kisu svo ekki nóg með það komu fólk til okkar í mat á sunnudaginn og þau voru með 2 hunda svo það voru 6 hundar hérna hjá okkur og það var jú svoddan upplifun í ekki stærra rými he he he! 

Lítið að frétta af öðru nema hvað í síðasta mánuði tók ég aukavinnu á föstudegi og 12 og hálfan tíma á laugardegi.....FRÍTT!!! Eða þeir halda það greinilega því ég fékk ekki krónu fyrir helv..vinnuna!!!!! Svo ég er ekki ánægð með lífið hvað þetta varðar. Þetta er jú virkilega metnaðarleust starf sem ég er í en ég ætlast nú samt til þess að fá borgað fyrir það. Svo þegar maður fer til þeirra er bara enginn við og húsið opið uppá gátt en enga manneskju að sjá. Ekkert smá pirrandi

En það þýðir ekkert að láta reiði mína bitna á ykkur músurnar mínar  svo ég bið að heilsa í bili og ég skrifa eitthvað skemmtilegra næst.

Kveðja Þórunn.


Höfundur

þórunn þorleifsdóttir
þórunn þorleifsdóttir

Ég heiti Þórunn og á heima í Danmörku, ásamt eiginmanni,3 börnum og hundinum Max. Er í fæðingarorlofi þar sem ég er að fara koma með lítið kríli í heiminn þann 30 júlí :O)

Nýjustu myndir

  • júní
  • hmm
  • úff
  • Júní
  • mai

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband