Ferðalagið

Jæja nú skrifa ég eitthvað smá fyrir ykkur sem nenna að lesa þetta, En ég er búin að vera á flakki með Emma og við fórum til Svíþjóðar að heimsækja Hermann bróðir og Ella hinn bróðir Brosandi og þetta var í alla staði frábær ferð. Það sem var gert....jú við fórum á ströndina og í útsýnisferð uppá kletta og farið í bæ sem er einstaklega fallegur en þetta er svona "ríkumannabær" en þarna voru flott hús við sjóin og hellingur af skútum. Báðir brósarnir mínir eiga virkilega falleg heimili og allt voða kósý hjá þeim. Ég og Emmi sváfum í litlum kofa sem er í garðinum hjá Hermanni og það var frábært, en svo var jú auðvitað farið á sjóin í siglingu því Hermann á rosa flotta skútu (fáið bráðum að sjá myndir) fórum á djammið og svona líka og þetta var alveg æði!!!!! Hlæjandi Það er ekki allt búið enn skal ég segja ykkur svo fórum við Elli,Lulla,Kristín og Emmi til Noregs og heimsóttum Evu og hennar familíu sem var sko ekki síðri og fullt gert þar en Elli og fam. Stoppuðu nú ekki lengi þar en voru nú í 2 nætur, við fórum í búðir og á ströndina og að vatninu sem er þarna rétt hjá þeim en aumingja Árni  var að vinna allan tímann svo það var lítið sem hann gat vakað fram eftir með okkur og spila (en Árni minn þú verður bara að vera í fríi næst þegar við komum) !!! Hjá Evu og fam. Er hundur sem heitir Púki og hann er Rottweiler srtákur og er aðeins 7 mánaða en ekkert smá stór og stæðilegur og ég get sagt ykkur það að Max minn er nú bara smá hundur við hliðina á honum Púka hí hí hí, (mig langar að eiga hann) Glottandi en jæja ekki má nú gleyma kisuskottunum sem eru þar líka og þetta eru eintaklega fallegar kisur,svona stórar og mikið loðnar með langt skott veit bara ekki hvaða tegund þær eru, kisustrákurinn er nú fullorðin en kisustelpan er bara lítið skott nokkra vikna :O) 

Á föstudeginum fórum við Eva babe á "djammið" he he he ef djamm skal kalla því við fórum á hótelið þarna í Hokksund og við vorum nú farnar að pæla í því að fara sjálfar á svið og syngja og skemmta liðinu því hann sem var þarna að spila og reyna að syngja var svo steindauður sem mest mátti vera  og skiljanlega var lítið að fólki þarna því fólk var jú að fara út til að " SKEMMTA SÉR"  En hvað um það , Eva mín verður nú bara að fara út á þessa staði í kring og vita hvernig þetta er allt saman og finna góðan stað því það er nú ekkert langt í að maður komi aftur í heimsóknGlottandi

 

En jæja ég má nú til með að skammast aðeins líka og segja ykkur að þau Hrafnhildur og Mummi eru nú bara að fara kveðja mann hérna í Dk. !!! og eru að flytja heim til Íslands og skilja mann hérna eftir og þau skammast sín ekki einsinni fyrir þetta! Lélegt ekki satt því það er jú lágmark að skammast sín fyrir svona lagað. Skömmustulegur En við vitum það nú að þau eiga eftir að sakna okkar svo mikið að þau verða hérna með annan fótinn hí hí hí hí..... 

 

Jæja elskur við heyrumst og sjáumst fljótlega, kossar og knús.

P.S Elli minn það er minnsta mál að fá svona á mbl.is.Glottandi

 

Kveðja Þórunn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Sigurrós Maríudóttir

búúúújéééé. :D

Ekki spurning sko, verð búin að þræða alla þessar búllur (2) næst þegar þú kemur.

Nei nei, næst verður það sko bara drammen eða osló :D hehehhee.

Sakna þín, komdu. :D

Og já, oj bara Ósk, ekkert smá léleg :D

p.s. púki var í sprauti í dag, rosa duglegur strákur :D 38,5 kg :D og alveg passlegur sagði hún :D (montin mamma)

klem og knus

Eva Sigurrós Maríudóttir, 12.8.2006 kl. 21:45

2 identicon

Isss ég er ekkert vond :/ þið verðið bara að koma með...nóg pláss í gámnum! HAHAHA ;)
Og ætli þið verðið ekki komin til Íslands áður en þið vitið af, þetta er jú aldrei planlagt til frambúðar að flytjast svona erlendis :)
Ég er búin með minn skammt af ævintýrinu og nú er kominn tími á að halda heim á klakann og halda áfram að lifa þar.

En... já.. ég verð nú alveg örugglega með anann fótinn í Danaveldi þar sem hún móðir mín er búsett þarna nokkrum skrefum frá ykkur hehe :)
Enda DK alveg yndisleg í alla staði... en... Ísland heillar mig meira :) þar er hjartað og þar vil ég vera.

Knús og klemms... hey... hvernig væri að hafa smá spilakvöld við tækifæri.. sitja og sötra rautt eða öllara og hafa það huggó ? ;)

Ósk Íslandsfari (IP-tala skráð) 13.8.2006 kl. 09:44

3 Smámynd: Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir

Hæ hæ! Það var mikið að það var eitthvað skrifað ég er bara búnn að vera miklu duglegri tíhí á báðum síðunum, en allavega takk fyrir síðast og nú fer bara að styttast í það að við kíkjum í baunalandið. Annars er ég nú móðguð yfir því að þú segir ekki frá hápunkti í keyrslunni til Noregs, Shell stoððið skiluru hvað er aftur svo ódýrt í Noregi ???

Skiluru eða ertu að djóka!!!! Knús og kossar frá svíveldi

Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, 14.8.2006 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

þórunn þorleifsdóttir
þórunn þorleifsdóttir

Ég heiti Þórunn og á heima í Danmörku, ásamt eiginmanni,3 börnum og hundinum Max. Er í fæðingarorlofi þar sem ég er að fara koma með lítið kríli í heiminn þann 30 júlí :O)

Nýjustu myndir

  • júní
  • hmm
  • úff
  • Júní
  • mai

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 330

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband