17.7.2007 | 14:25
Problem með hotmailið!!
Jæja ég opnaði heimasíðuna aftur á barnalandi þar sem það er eitthvað problem með hotmailið, ég virðist ekki geta sent mail á þá sem byðja um lykilorð! PIIIRRR!!! En allavega veit ég ekki tilhvers ég var að opna þessa síðu (allir að biðja um það en engin kíkir) hmmm... og hvað þá að skrifa í gestabók. En síðan er opin ef einhver hefur áhuga á að kíkja.
Fór til Horsens í dag á svona information mode um keisarann sem verður þann 30 júlí, og það var bara ágætt að mæta á það þó maður hefur nú ekki skilið alveg allt sem sagt var en jújú svona flest komst þó til skila.
Fréttir dagsins eru þær að ég svaf nú bara ágætlega, eða frá um klukkan 1 og alveg til 4 og sofnaði svo aftur og fór á fætur milli kl.6 og 6:30. Svo lagði ég mig aftur um kl. 8:30 og svaf frameftir morgni!! Og það var sko ÆÐI!! Enda ekkert þreytt núna og tilbúin í að fara gera meira fínt hjá mér.
Jæja ég ætla að láta þetta duga í bili og bið að heilsa.
Kveðja Þórunn og hinir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.7.2007 | 11:40
Búin að opna síðu á barnalandi fyrir krílið..
Já stelpan dreif í því vegna fjölda áskorana að opna síðu á barnalandi, en síðan er læst en ekki vera feimin við að biðja um lykilorð. Ástæðan fyrir því að síðan er læst er sú að ég skrifa inn svona hvernig mér líður svona síðustu daga meðgöngunar og ég vil ekki að allir eru að lesa um það.
En héðan er svona allt ágætt að frétta, strákarnir eru jú frískir einsog alltaf Hermann brósi minn hringdi í mig á miðvikudaginn og sagði mér m.a. Að þau væru búin að fá sér svona græju til að setja í sundlaugina hjá sér, svo þau geta farið í lagina á veturna og haft það gott í heitum potti, ummm... Ekkert smá notalegt. Spurning um að vera í Svíþjóð í fæðingarorlofinu
jæja ég nenni ekki að skrifa meira í bili svo ég bið bara að heilsa.
Kossar og knús. Þórunn og co.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2007 | 00:24
Í fréttum er þetta helst...
Myndir komnar inn en ég á eftir að taka myndir núna því það er smá breyting á bumbu núna því hún hefur blásið út alveg he he he. Nú talvan og netið er komið í lag hjá mér svo maður ætti að geta sett inn myndir og svoleiðis.
Helgin er búin að vera leiðinleg því ég er búin að liggja á spítala alla helgina, því ég var búin að vera með svo mikinn bjúg og svo á föstudagskvöldið fór ég að missa sjónina og fékk þvílíkan höfuðverk og dofa í andlitið og var voða skrítinn. það kom til mín læknir og skoðaði mig og tók blóðþrýsting sem var soldið hár svo hann hringdi á sjúkrahúsið í Horsens og tilkynnti komu mína því hann vildi að ég yrði rannsökuð betur. Þá kom það í ljós að ég er með hækkaða lifrartölu og lifrin starfar ekki einsog hún á að gera, svo ég fékk sömu einkenni og með meðgöngueitrun. Það verður sem sagt fylgst vel með því þetta er hættulegt krílinu mínu og það verður að taka barnið minnst 14 dögum fyrir áætlaðan fæðingardag. En þar sem ég er nú þegar ákveðin keisari þá verður barnið tekið fyrr hvort eð er, en svona er þetta bara og það er bara að vona að allt fari vel en ég á ekki von á öðru því það er vel fylgst með hérna og ég á að koma aftur til rannsóknar innan 14 daga frá deginum í dag. Já þessi meðganga ætlar ekki að vara mér auðveld en ég get svo sannarlega sagt mér hvað ég fæ í staðinn og það eru ekki nema 22 dagar í það
En þetta voru helstu fréttir af því sem drifið hefur á daga mína núna og ég ætla að láta þetta duga í bili og safna skemmtilegu í poka til að skrifa um næst
Bið að heilsa og kossar og knús til ykkar.
Kveðja Þórunn og krílið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2007 | 15:01
Jæja já :O)
Hæ hæ, ég fór til ljósu í dag og allt kom vel út og molinn minn hefur það gott í bumbuni síðustu daga er ég búin að vera pínu örg yfir hinu og þessu, (fór kannski ekki fram hjá neinum í síðasta bloggi) en maður verður jú að fá sína slæmu daga líka er það ekki? ;O)
Ég á að koma í óléttu sundæfingar á fimmtudögum í Horsens, og ég held að ég hafi ekkert annað en gott af því og gaman líka Strákarnir eru búnir í skólanum sem betur fer en mér finnst vanta allan metnað í skólann hérna því það er ekki einusinni skólaslit eða neitt!!! Þetta er auðvitað ekki alveg það sem maður á að venjast en mér finnst þetta metnaðarleysi af hálfu skólans. En alla vega er þetta búið núna í bili og þeir eru sko kátir með það gæjarnir.
Jæja ég bið að heilsa í bili og vona að allir hafi það gott.
Kveðja Þórunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2007 | 15:29
Keisari ákveðin.
Hæhæ, hér er allt svona meinhæft að frétta. Strákarnir eru að klára síðustu vikuna í skólanum og þeir eru orðnir ansi leiðir á þessum skóla, enda ekkert skrítið því þeir eru látnir sitja inni í öllum tímum og læra, og meira að segja fá þeir enn heimaverkefni! Þetta þykir mér pínu undarlegt svona síðustu daga fyrir skólaslit. Max meiddist eitthvað á auga um síðustu helgi en þetta er allt að gróa og bólgan að fara, en hann var nú pínu undarlegur þarna fyrst og ég hélt að hann hefði misst sjón á auganu, en sem betur fer fór betur en á horfðist og voffi stálhraustur
Ég er orðin þreytt á meðgönguni ef ég á að segja alveg einsog er, enda með mikla grindargliðnun, ofsakláða í fótum og höndum og sef illa ef ég sef eitthvað en ég reyni að hugsa um hvað ég fæ í staðin fyrir þetta allt saman og ég er líka þakklát fyrir að þurfa ekki að ganga með fulla meðgöngu, því ég verð tekin með keisara þann 30 júlí n.k. Og verð þá gengin 37 vikur. Jii hvað mig hlakkar til að fá krílið í heiminn og ég veit að ég á eftir að gleyma allri vanlíðan alveg um leið!!! Á morgun fer ég til Horsens í sjúkraþjálfun og á föstudag til ljósmóður í skoðun, svo það er svosem nóg að gera þessar síðustu vikur.
En ég ætla að láta þetta duga í bili... já hey, talvan mín er í viðgerð og ég á von á henni aftur um helgina og þá væntanlega með netið í lagi svo það fara að koma myndir.
Bið að heilsa í bili .
Kveðja Þórunn 33 v.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.6.2007 | 14:06
9 hvolpa amma!
Komið sæl, ég má til með að segja ykkur að ég er orðin 9 hvolpa amma! Já Max blessaður er orðin pabbi en hefur ekki fengið að hitta afkvæmin sín ennþá því mamman er soldið eigingjörn á molana sína en það kemur að því að hann fái að skoða. Allir hvolparnir eru við hestaheilsu og allir svartir Labradorlubbar einsog báðir foreldrar. Þetta er fyrsta got tíkinnar svo það er heldur óvenjulegt að fá svo marga hvolpa!
Það er pínu erfitt að setja inn myndir núna því talvan er alltaf að slökkva á sér en það er á döfuni að fá nýja tölvu svo ég vona að mér er fyrirgefið ( en ég veit uppá mig skömmina því talvan hefur auðvitað ekki verið svona allann tímann sem ég hef haft þetta blogg)
Ég fór í skoðun til ljósmóður síðasta mánudag og allt leit mjög vel út og krílið dafnar vel og níðist bara á pissublöðruni minni því hún situr núna einsog er og er alltaf með steppdans æfingar blessuð. En auðvitað er henni fyrirgefið því tilhlökkunin er svo rosaleg að fá hana í heiminn að við getum varla beðið hehehe. Við erum búin að kaupa rúm, bílstól og kerru svo nú vantar bara vagn
Þetta var svona það helsta sem var í fréttum í bili svo ég læt þetta bara duga núna og verið dugleg að kvitta og reka á eftir skrifum og svoleiðis.
Med kærlig hilsen fra Danmark Þórunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2007 | 12:37
Taka 2- Íslandsferðin!
Þegar ég var búin að skrifa helling á bloggið slökkti talvan á sér og allt hvarf en stelpan hefur nú bara ekki þolinmæði í svona svo ef þetta gerist aftur þá ætla ég ekki að blogga fyrr en ég er búin að fá mér nýja tölvu!!!!!
En við erum komin heim frá Íslandinu góða og það var alveg dásamlegt að komast aðeins HEIM! En það var leiðinlegt að ná ekki að heimsækja alla sem maður ætlaði til því fólk var jú í vinnu á daginn svo við höfðum ekki nema kvöldin til að kíkja á fólk og lítill tími. En þið sem ég kom ekki til, ég vona að þið fyrirgefið það og ég kem bara næst til ykkar og svo er jú alltaf gaman að fá heimsókn frá ykkur líka ef þið eruð á flakki um danaríkið. Við vorum með Katrínu Maríu allan tímann sem við vorum fyrir utan eina nótt og það var alveg dásamlegur tími með henni og virkilega erfitt að kveðja hana. En við eigum nú von á því að hún komi til okkar þegar litla systir hennar kemur í heiminn
Meðgangan gengur ágætlega nema ég er hætt að geta sofið á nóttuni fyrir pirring í fótum og ég er orðin pínu þreytt á því. ( Ef einhver kannast við svona pirring í fótum.. svona einsog taugakippi, þá endilega láta vita hvað ég get gert til að láta þetta hætta!!!!! )
Jæja framtakssemin er alveg að fara með mig hérna og ég á enn eftir að setja myndirnar inní tölvuna, en ég geri það von bráðar!
Bið að heilsa öllum og kossar og knús til ykkar. Og ekki gleyma að kvitta fyrir ykkur.
Kveðja Þórunn og bumba 28 v.3d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.4.2007 | 14:58
Er ekki komin tími fyrir smá...
Blogg? Jú það er svosem nóg búið að gerast síðan síðast og ég veit satt að segja ekki hvar ég á að byrja. Það var frábært að Brynja Sif skuli finna okkur Brósa hérna á blogginu og núna er bara ða fylgjast með HDS blogginu og sjá hvort eitthvað verði að þesu reunioni sem átti að halda þann 5 mai. En ég vona það svo sannarlega því við brósi verðum einmitt á landinu þá
Jæja ég er búin að fara í sónar aftur og allt kom voða vel út og ég veit hvaða kyn ég er með en ég ætla bara ekki að segja ykkur það þó svo að ég sé krónísk klöguskjóða Þetta er bara spennandi!
Emmi og Gísli eru búnir að fá sér kanínur og Emmi fékk kanínu sem fékk nafnið Peli svo núna erum við með 4 hunda, 1 kött og 2 kanínur svo það er nóg af dýrum hérna til að knúsa.
jæja þetta var nú það helsta í bili og ef við verðum heppinn skrifa ég kannski eftir 12-13 vikur eitthvað meira Nei nei ég segi svona.
Kossar og knús til þeirra sem eiga það skilið.
Kveðja Þórunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2007 | 15:34
Blogg!
Jæja ég sé það svosem að ég er ekki sú latasta hérna við að blogga svo ég þarf ekkert að skammast mín En það helsta sem er í fréttum hér að ég er hætt að vinna (síðasti dagurinn var í dag 22 mars) en ég varð að fara í veikindaleyfi vegna þess að ég er með svo frekan læknir. Jæja hvað um það ég hlýt að finna mér eitthvað til dundurs þangað til barnið kemur í heiminn. Hún Joan yfirmanneskja mín ætlar að taka mig með þegar hún fer að snattast fyrir fyrirtækið og svona.
Já svo er hann Max minn komin á námskeið til að læra að vera velþjálfaður voffi og það gekk fínt í fyrsta tímanum og svo er bara að sjá hvað framhaldið verður. Nú fer að koma að því að maður kíki á flug til Íslands og vona bara að ég finni eitthvað gott verð og fái leyfi frá flugfélaginu til að fljúga með þeim svona á mig komin, hehe, Jú jú þeir verða örugglega ekki með leiðindi.
Jæja ég nenni hreint ekki að skrifa meira núna svo ég bið bara að heilsa ykkur í bili.
Kossar og knús til ykkar sem eiga það skilið hí hí hí.
Þórunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2007 | 15:10
Blogg, blogg,blogg
Hæ hæ, jú það er víst komin tími á að skrifa eitthvað hérna þó það sé nú lítið að frétta svosem... Jú það getur bara alveg vel verið að maður kíki heim til Íslands í vor og það verður bara gaman :O) Ég tek mér sumarfrí 1 mai og ég er ekki alveg klár hvað ég verð lengi í fríi en það kemur bara í ljós.
Meðgangan gengur svona ágætlega en þó komin með grindargliðnun og ég er ekkert mjög hamingjusöm með það, en ég var nú svona að vona að 10 ár væri nógu langur tími til að lækna þetta eftir síðast en það virðist ekki vera svo gott, en læknirinn minn vill bara að ég hætti að vinna núna og taki því bara rólega það sem eftir er af meðgönguni en mér finnst það bara of snemmt að fara hanga heima yfir engu og alveg nokkrir mánuðir eftir, þetta er jú öðruvísi þegar maður er komin með lítið pons til að hugsa um og svona en jú jú ég verð að fara hugsa minn gang og aldrei að vita hvað maður gerir.
Strákarnir hafa það gott og þeir auðvitað alltaf hressir og aldrei veikir eða neitt svoleiðis enda fílhraustir einstaklingar og þeim gengur mjög vel í skólanum. Þeir eru auðvitað einsog bræður eru yfirleitt...slást og rífast einsog þeir fái vasapening fyrir það he he he, en það væri nú munur ef þeir væru nú jafn duglegir að taka til í herberginu sínu en sá draumur rætist líklega aldrei svo það er eins gott að fara dreyma um eitthvað annað en það
Jæja ég hef þetta ekki lengra í bili og ég bið að heilsa ykkur
Kveðja þórunn bumbs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar