Breytt lykilorð!!!

Jæja þá er komið að smá bloggi, en þegar ég ætlaði að logga mig inná komst ég bara alls ekkert inná því það var búið að breyta lykilorðinu mínu í eitthvað rugl!!! Ég er nú bara ekkert ánægð með þetta og vill fá mitt gamla lykilorð aftur takk fyrir!! Angry

En hérna er allt fínt að frétta og allt gengur vel, ég er búin að fara til ljósmóður í skoðun og það var ákveðið að ég yrði tekinn með keisara. Hjartahlóð voru fín og allt í orden með krílið Smile Annars er nú lítið að frétta.. strákarnir eru hressir og gengur vel í skólanum, við fórum á fimmtudaginn í skólann á maskeball með bekknum hans Emma og þar var borðað saman og svo var danskeppni meðal barnana og sumir spiluðu pool á meðan fullorðna fólkið spjallaði saman og þetta var nú bara mjög gaman Wink Síðasta sunnudag var svo öskudags skemmtun hjá Íslendingafélaginu og allir áttu að koma með köku og ég og Daddý komum með köngulóaköku og eina hauskúpu köku sem vakti mikla lukku, kötturinn var sleginn úr tunnuni og það gekk vel að fá nammið flæðandi úr tunnunni Grin 

Svo er það bara vinna, vinna og vinna.

Ég bið að heilsa í bili og vona að allir hafi það gott og sleppi öllum veikindum.

Kossar og fullt af knúsi.

Þórunn.


Valentínusardagur!

Hæ allir ég má til með að skrifa eitthvað hérna bara svona til að sýna smá lit, en einsog hefur kannski komið fram tek ég svona blog tarnir.

Valentínusardagurinn er um garð gengin og við höfum nú aldrei haldið neitt uppá þennan dag, nema hvað.... Steinar minn byrtist heima um klukkan 14 með svona líka fallegan blómvönd og ekki nóg með það var líka pakki inní, og í honum var dásamlegur hringur og hálsfesti!!!! Ég átti nú bara ekki til orð yfir þessu en hann er nú voða duglegur við að koma mér á óvart þessi elska.

Annars er nú lítið að frétta hér, en ég er búin að vera pínu  slæm þessa vikuna af þessari ógleði en ég hélt að þetta væri nú að taka enda en svo virðist nú ekki vera, bráðum komin 15 vikur á leið svo þetta hlýtur að fara verða búið. Hermann bróðir minn hringdi jú í mig um daginn og spurði mig að því hvort ég ætlaði ekki að segja honum kynið á barninu þegar þar að kæmi, og sagði nú bara nei við því vegna þess að við ætlum að halda því útaf fyrir okkur, en hann minnti mig nú á það að ég sé krónísk klöguskjóða svo ég gæti nú bara ekkert haldið því leyndu fyrir honum Shocking He he he, en ég skal nú bara sýna þér það Hermann minn að ég er engin klöguskjóða!!!! Tounge

Jæja krúsirnar mínar ég bið að heilsa ykkur í bili.

Þórunn (Klöguskjóða) LoL


Búin í sónar :)

Jæja þá er fyrsti sónarinn búin og allt gekk vel og ég er komin pínu lengra en talið var í fyrstu, en núna er ég komin 13 vikur og 3 daga, en ég hélt að ég væri komin 13 vikur á morgun laugardag. Hnakkaþykktarmælingin gekk vel og líkurnar á að eitthvað sé að eru 1 á móti 12 þúsund og eitthvað  svo þetta verður heilbrigt krílapons. InLove Nú og svo fór ég í Bilka í gær og keypti mér bumbuföt. s.s. Tvenna boli og einar buxur og svona þykkar sokkabuxur en ég get verið í bolnum og bara sokkabuxum því bolurinn er það síður og ekkert smá flottur. Smile OK ég veð að fara koma inn myndum hérna inn svo það hlýtur að fara koma að því hí hí hí.

Einar Ágúst fór í klippingu í dag og hann er rosa flottur töffari Cool og Emmi vildi að ég klippti hann svo hann fékk líka flotta klippingu og þvílíkur munur að sjá pjakkana, það sést í andlitið á þeim núna og OMG! Þeir eru sko sætastir. Happy En núna er komið vetrarfrí í skólanum svo þeir verða heima alla næstu viku og þeim finnst það sko ekkert leiðinlegt!

Jæja molar ég bið að heilsa í bili og gangið hægt um gleðinar dyr og góða helgi.

Med venlig hilsen, Þórunn.


Á ekki að vera hægt...

að tengja myndavelina beint inná tölvuna og setja þannig þær myndir beint inná bloggið sem mann langar til að setja inn? Ég meina án þess að tæma hana inná tölvuna. Þetta er nebbla ekki mín talva og ég nenni ekki að vera standa í því að losa hana hérna og þurfa svo að eyða því aftur, ok ég vona bara að þið skiljið hvað ég er að meina hérna því ég er alveg orðin rugluð í þessu hehehe...

En allt gott að frétta Einar greyið fór ekki í skólann í dag því hann var svo mikið vakandi í nótt því hann var með verki í eyranu (hefur ekki komið fyrir í mörg ár) en núna er hann alveg orðin góður svo ég veit bara satt að segja ekki hvað þetta getur hafa verið! Emmi er alltaf hress og allt gengur vel með þá báða í skólanum, enda alveg fullkomnir drengir (mont, mont) Whistling 

Svo er það fyrsti sónarinn á föstudaginn og mikið hlakka ég til að sjá monsann. Það er rosalega skrýtin tilfinning að fara ganga í gegnum þetta allt aftur og byrja alveg frá grunni, en svona er bara lífið og það er bara gaman að því Smile 

Jæja ég hreinlega nenni ekki að skrifa meira núna og bið bara að heilsa ykkur í bili.

Kveðja Þórunn.


12 vikur!!!!

Jæja komin tími á blog. Það hefur lítið gerst hérna því ég hef bara verið heima í rúmar 2 vikur (í veikindafríi) Vegna mikillar ógleði sem fylgir litla krílinu sem býr í bumbuni minni núna og hefur búið þar núna í rúmar 12 vikur Tounge En hún/hann ætlar ekki að gera mér þetta auðvelt fyrir því ég hef haft ógleði í 24 tíma á sólarhring og búin að léttast soldið mikið sem doksinn minn er ekki mikið ánægð með, en þetta er nú allt að koma til og vonandi að hún/hann verði nú bara til friðs það sem eftir er af bakstrinum Joyful En það er mikil tilhlökkun í okkur öllum og ekki síst strákunum sem vilja fá litla systir til að hnoðast með og dekra og passa uppá alla hennar tíð.( Og henda út stráknum  sem hún kemur til með að hitta. Ef ég þekki þetta rétt af eigin reynlsu verður þetta alveg óþolandi fyrir hana ( Elli elsku brósi minn taktu þetta til þín!! ) HEHEHE.LoL En jæja svona er þetta nú bara og við vonum bara það besta. Ég á að koma í sónar núna á föstudaginn næsta og þá fer ég í hnakkaþykktarmælingu og við fáum að sjá hnoðran/n í fyrsta sinn Smile EKKERT NEMA SPENNANDI!

Það er lítið annað að frétta í bili og ég leyfi ykkur að fylgjast með gangi mála.

Ástar kveðjur Þórunn 12.


Ísland - Danmörk

Jæja þá er leikurinn yfirstaðinn og það var klikkuð spenna í lok seinni hálfleiks, en ég verð að segja að það var áfall að tapa fyrir þeim þó það hafi ekki munað nema 1 marki, en málið er það að danir voru bara með svo miklar yfirlýsingar fyrir leik og sögðu að það væri nú bara formsatriði að klára Íslendingana og að þeir væru nú komnir áfram eftir þann leik! Þetta fer alveg svakalega í taugarnar á mér þó að ég viti að það þýðir ekkert, en hinsvegar þótti mér gaman að því hvað þetta var erfitt fyrir þá að "klára íslendingana" og á vissum tímapunkti voru þeir orðnir ansi pirraðir og alveg drullu hræddir um að tapa þessu og yfir því get ég brosað pínu. En það er ekki hægt að segja annað að okkar mönnum hafi gengið mjög vel í þessari keppni og aldrei komist eins langt á HM.  Svo þeir eiga jú auðvitað hrós skilið og ég er ánægð með þá, þó daninn sé alveg óþolandi núna og verða næstu daga útaf gorti en málið er bara heppni og ekkert annað vegna klúðursins á síðasta markatilraun íslendinga í leiknum þegar bolta kvikindið hitti stöng og danir komust yfir á síðustu sek. Svo það er varla að þeir geta montað svona svakalega einsog þeir gera þó þeir spiluðu jú sterkann leik.

Med venlig hilsen fra DK. Þórunn


Lukkudýr eða hvað.... :)

Jú ég má til með að segja ykkur að ég fór á laugardaginn til Þýskalands til að horfa á Ísland, Slóvenía og þetta var ekkert smá gaman að upplifa þetta og að keyra í 6 tíma aðra leið var sko alveg þess virði því við unnum jú leikinn og þvílík stemmning sem var þarna!!!! Svo var nú ekki verra að hitta frænda sem kom alla leið frá Íslandi til að horfa á. BARA GAMAN!!

Það var spurt á gestabókini undir einhverju leyni, hvernig það væri hvort ég ætlaði ekki að sýna myndir að prinsunum mínum en jú það kemur að því að myndir koma á bloggið en málið er það bara að ég er ekki að skrifa á mína tölvu og er því ekki með myndir í þessari tölvu og nenni ekki að standa í því að setja þær inn í þessa heldur ætla ég að bíða þar til ég fæ mína tölvu í lag til að setja inn myndir. Svo þarna hefuru það.

Kveðja Þórunn.


Ok ég skal þá blogga smá

En þetta verður bara lítið blog því ég hef nákvæmlega ekkert að segja og sagt er um eina mæta mey....

" Oft hefur hin mæta mey,

mörgu frá að segja,

en þegar orðin þéna ei,

þá er best að þegja. "

Þetta er jú að mörgu leiti rétt í mínu tilfelli hehehehehehehe. GetLost

En hvað um það, jú síðasta blog færsla er svo gömul að það fer að slá í hana, en jú svo bráðum hef ég nú smá fréttir að færa (vonandi)  svo þið bíðið bara róleg krakkar mínir.

Það getur nú bara verið að við fjölskyldan skellum okkur til Svíþjóðar í febrúar því hún Lulla okkar verður gömul þann 18 febrúar ( 30 ÁRA ) úff ekki öfunda ég hana að því! he he he Whistling

jæja þar sem mér finnst ekkert gaman að lesa langar (mjög langar ) blog færslur ætla ég að láta þetta duga í bili.

Bið að heilsa öllum og kossar og knús í krús.

Þórunn 10.


Talarðu þitt tungumál ertu rekinn!!!

Hversu langt á að ganga?? Það er maður með mér í bekk sem er frá Kúrdistan, og á miðvikudaginn kemur hann pínu seint í tíma sem var bara allt í lagi en hann leit út fyrir það að vera soldið dapur og þegar kennarinn spurði hann að því hvort hann vildi deila því með okkur hvað væri að angra hann sagði hann einfaldlega já. Þannig var að hann er að vinna í verksmiðju í Vejle og með honum er annar maður frá einhverju landi (en þeir tala sama tungumálið) s.s. Arabísku. Og þeir tala dönsku sín á milli í vinnuni en í pásum tala þeir saman á arabísku (auðvitað mikið auðveldara fyrir þá ) það var þarna stelpa sem kvartaði mikið útaf þessu að þeir skulu tala sitt tungumál og það endaði með því að hann var rekinn úr vinnunni!!! Í fyrir það að tala sitt tungumál í pásum og í öðru lagi fyrir það að neita því að borga yfirmanninum pening fyrir hvert orð sem hann talaði á sínu tungumáli!!! Nú spyr ég hversu langt getur fólk gengið? ég meina þegar fólk er í pásum má það gera það sem því hentar því að þetta er jú manns frítími og engum kemur það við hvað við gerum í okkar frítíma!! Þessi maður er mjög indæll og almennilegur og er svo yfirsig ástfangin af unnustu sinni og hlakkaði mikið til að byðja hennar og vonast eftir fullu húsi af börnum og dýrum, en einsog hann sagði þá verður það að bíða um stund því hann ætlar ekki að bjóða henni uppá það að eiga ekki peninga fyrir einu eða neinu, því það er ekki auðvelt fyrir fólk frá þessum löndum að fá vinnu. Ég er bara virkilega gáttuð á þessu!

Kveðja Þórunn. 


bloggið...

Já ég veit eiginlega ekki til hvers ég er að hafa þetta blog maður hefur nákvæmlega ekkert að segja og ekkert til að lesa hérna inni (væntanlega) 

Jú ég get svosem sagt ykkur frá því að það gerðist í Brasilíu að köttur eignaðist 3 kettlinga.....og 3 hvolpa! já ég sagði HVOLPA. Allir kettlingarnir létust strax en hvolparnir eru við hestaheilsu! Þannig var að nágrannahundurinn kíkti í heimsókn til kisu og varð eitthvað ástfanginn greyið InLovesvo þetta kom útúr því (einsog gengur og gerist) en svona lagað á bara ekki að vera hægt því hundur og kisa eru svo gjörólíkar dyrategundir og þetta er eina tilfellið sem vitað er um. Ég veit ekki betur en voffi og mjási eru ennþá kærustupar og ég vona að þau lifi hamingjusöm til æviloka! Nú er bara að vona að hann Gulli okkar haldi sig frá Völu þegar hún verður eldri! Whistling

Jæja annars er allt gott að frétta hérna og þið sem ég hringi aldrei í sorrý sorrý Blushbara hreinlega löt við þetta  og hef ekkert að segja og nenni ekki að tala um ekkert!

Bið að heilsa kossar og knús.

Þórunn. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

þórunn þorleifsdóttir
þórunn þorleifsdóttir

Ég heiti Þórunn og á heima í Danmörku, ásamt eiginmanni,3 börnum og hundinum Max. Er í fæðingarorlofi þar sem ég er að fara koma með lítið kríli í heiminn þann 30 júlí :O)

Nýjustu myndir

  • júní
  • hmm
  • úff
  • Júní
  • mai

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband