Talarðu þitt tungumál ertu rekinn!!!

Hversu langt á að ganga?? Það er maður með mér í bekk sem er frá Kúrdistan, og á miðvikudaginn kemur hann pínu seint í tíma sem var bara allt í lagi en hann leit út fyrir það að vera soldið dapur og þegar kennarinn spurði hann að því hvort hann vildi deila því með okkur hvað væri að angra hann sagði hann einfaldlega já. Þannig var að hann er að vinna í verksmiðju í Vejle og með honum er annar maður frá einhverju landi (en þeir tala sama tungumálið) s.s. Arabísku. Og þeir tala dönsku sín á milli í vinnuni en í pásum tala þeir saman á arabísku (auðvitað mikið auðveldara fyrir þá ) það var þarna stelpa sem kvartaði mikið útaf þessu að þeir skulu tala sitt tungumál og það endaði með því að hann var rekinn úr vinnunni!!! Í fyrir það að tala sitt tungumál í pásum og í öðru lagi fyrir það að neita því að borga yfirmanninum pening fyrir hvert orð sem hann talaði á sínu tungumáli!!! Nú spyr ég hversu langt getur fólk gengið? ég meina þegar fólk er í pásum má það gera það sem því hentar því að þetta er jú manns frítími og engum kemur það við hvað við gerum í okkar frítíma!! Þessi maður er mjög indæll og almennilegur og er svo yfirsig ástfangin af unnustu sinni og hlakkaði mikið til að byðja hennar og vonast eftir fullu húsi af börnum og dýrum, en einsog hann sagði þá verður það að bíða um stund því hann ætlar ekki að bjóða henni uppá það að eiga ekki peninga fyrir einu eða neinu, því það er ekki auðvelt fyrir fólk frá þessum löndum að fá vinnu. Ég er bara virkilega gáttuð á þessu!

Kveðja Þórunn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Skammarlegt og sennilega ólöglegt. Ljótt að heyra.

Villi Asgeirsson, 26.11.2006 kl. 12:55

2 Smámynd: Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir

Verð nú að segja að þetta eru greinilega skita yfirmenn fyrst þeir hlusta á svona kvartanir, auk þess er örugglega ekkert mjög löglegt að heimta borgun fyrir hvert orð, hann ætti þá bara að láta yfirmanninn giska hvað hann er að segja mörg orð i hvert skipti, er vissum að það getut hann ekki.

Bestu kveðjur úr Svíariki Lulla

Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, 26.11.2006 kl. 13:00

3 Smámynd: Eva Sigurrós Maríudóttir

Tetta hlytur nu ad vera oløglegt. Getur ekki annad verid...

Eva Sigurrós Maríudóttir, 28.11.2006 kl. 16:43

4 Smámynd: Eva Sigurrós Maríudóttir

Tetta hlytur nu ad vera oløglegt. Getur ekki annad verid...

Eva Sigurrós Maríudóttir, 28.11.2006 kl. 16:43

5 identicon

Þetta er því miður bara mjög svo algengt... í danmörku.. veit ekki með önnur lönd... jafn mikið og daninn hleypir fólkinu inn í landið sí svona, eru þeir álíka duglegir að reka þá úr vinnu og henda þeim heim til síns haga aftur.

En hey.... life is cruel and that´s part of the life we have to live with...!

Vonandi hafið þið það annars súper gott þaddna í úglandinu :) ekki frá því að maður bara sakni ykkar soldið hehe...

á ekkert að kíkja í heimsókn á klakann á næstunni ?? :)

Knús og klemms

Hrafnhildur kaffimeister..:P 

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 3.12.2006 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

þórunn þorleifsdóttir
þórunn þorleifsdóttir

Ég heiti Þórunn og á heima í Danmörku, ásamt eiginmanni,3 börnum og hundinum Max. Er í fæðingarorlofi þar sem ég er að fara koma með lítið kríli í heiminn þann 30 júlí :O)

Nýjustu myndir

  • júní
  • hmm
  • úff
  • Júní
  • mai

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband